SKILMÁLAR OG PERSÓNUVERND

Þegar þú heimsækir vefinn ISBUDHUPPU.IS þá verða til upplýsingar um heimsókn þína. Ísbúð Huppu virðir friðhelgi persónuupplýsinga og því miðlum við þeim upplýsingum sem safnast, ekki til ótengdra aðila. Með því að heimsækja vefinn lýsir þú þig samþykkan skilmálum okkar um persónuvernd og öryggi.

Eigandi ISBUDHUPPU.IS er Huppuís ehf, kt. 5305151920, Álfheimum 4, 105 Reykjavík. VSK númer: 120682

 

VIÐSKIPTAREGLUR

  • Skilatími vöru er 14 dagar og endurgreiðist með inneignarnótu.
  • Vöru er einungis hægt að skipta eða skila gegn framvísun kvittunar.
  • Vöru er einungis hægt að skila í upprunalegum umbúðum og í söluhæfu ástandi.
  • Almennur ábyrgðartími vöru er tvö ár.
  • Útsöluvöru er hvorki hægt að skila né skipta.
  • Inneignarnóta gildir í tvö ár.
  • Gjafabréf gildir í tvö ár.

Vinsamlegast biðjið ekki starfsfólk okkar að brjóta þessar reglur.

SKILMÁLAR VEFVERSLUNAR

Skilmálar þessir gilda um vörukaup á vöru eða þjónustu á vefnum isbudhuppu.is

Almennt

ÍSBÚÐ HUPPU áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis. Greitt er með korti gegnum greiðslukerfi KORTA.

Ókeypis heimsending

Ef keypt er fyrir meira en 5000 kr. er hægt að fá pöntunina senda ókeypis heim með póstinum. Almennur sendingarkostnaður miðast við afhendingarmáta.

Afhending vöru

Allar vörur eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Ef ekki er valið að sækja pöntun í Ísbúð Huppu, Kringlunni, þá er pöntun send með póstinum og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Ísbúð Huppu ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Ísbúð Huppu til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Vinsamlegast hafið samband við Ísbúð Huppu með spurningar.

Verð

Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

Skattar og gjöld

Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Um vörukaup gilda lög um neytendakaup nr. 48/2003 og lög um lausafjárkaup nr. 50/2000. Ef kaupandi er fyrirtæki gilda lög um þjónustukaup nr. 42/2000.

Góðar upplýsingar um stillingar á vafrakökum er að finna hér: allaboutcookies.org

PERSÓNUVERNDARSTEFNA HUPPUÍS

PERSÓNUVERNDARSTEFNA HUPPUÍS

 

Huppuís ehf. (einnig vísað til „Huppu“ og „félagsins“) leggur áherslu á að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi þeirra persónuupplýsinga sem félagið vinnur með. 

Persónuverndarstefna þessa gildir um þá vinnslu sem félagið hefur með höndum um umsækjendur um störf, þá einstaklinga sem eiga í viðskiptum við Huppu í gegnum heimasíðuna og þá sem setja sig í samband við okkur og heimsækja vefsíðu okkar. Þá á stefnan jafnframt við um vinnslu félagsins á tengiliðaupplýsingum forsvarsmanna samstarfsaðila og birgja félagsins sem eru lögaðilar. 

Í stefnu þessari er einnig að finna upplýsingar um þá myndavélavöktun sem á sér stað í ísbúðum okkar. 

Tilgangur þessarar stefnu er að fræða þá einstaklinga sem Huppa vinnur persónuupplýsingar um (einnig sameiginlega vísað til „þín“), hvernig farið er með þær upplýsingar og í hvaða tilgangi þær eru unnar. Stefnan er byggð á lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“). 

1. Persónuupplýsingar sem Huppa vinnur    

 

  • Umsækjendur um störf

Þegar þú sækir um starf hjá okkur með því að leggja inn umsókn vinnum við með þær persónuupplýsingar sem fram koma á umsókninni, s.s. upplýsingar um nafn, kennitölu, heimilisfang, netfang og símanúmer, upplýsingar um menntun og reynslu, upplýsingar um meðmælendur sem og aðrar þær upplýsingar sem þú vilt koma á framfæri. 

Þessi vinnsla er nauðsynleg svo við getum unnið úr umsókn þinni og eftir atvikum boðið þér starf hjá okkur. Vinnslan er þannig byggð á beiðni um að gera samning. 

Við vinnum aðeins með þær upplýsingar sem þú afhendir okkur en í þeim tilvikum er haft er samband við meðmælendur er jafnframt unnið með upplýsingar frá þeim aðilum. 

Huppa varðveitir umsókn og persónuupplýsingar um umsækjendur að hámarki í sex mánuði. 

2.2 Viðskiptavinir 

Ef þú átt í viðskiptum við okkur í gegnum heimasíðuna okkar, s.s. ef þú kaupir gjafakort, vinnum við með upplýsingar um nafn, netfang, heimilisfang og upplýsingar um hvað þú kaupir. Þessi vinnsla er nauðsynleg svo við getum orðið við pöntun þinni og vinnslan er þannig byggð á samningi. Færsluhirðir sem Huppa hefur gert samning við vinnur með greiðslukortaupplýsingar viðskiptavinir, en slík vinnsla er á ábyrgð viðkomandi færsluhirðis og fær Huppa í engum tilvikum aðgang að slíkum upplýsingum. 

Í samræmi við bókhaldslög varðveitir Huppa upplýsingar er tengjast reikningagerð í sjö ár. 

2.3 Forsvarsmenn samstarfsaðila og birgja 

Í þeim tilgangi að geta verið í sambandi við birgja og samstarfsaðila vinnum við með tengiliðaupplýsingar forsvarsmanna þessara aðila sem eru lögaðilar, þ.e. upplýsingar um nafn, netfang, símanúmer og samskiptasögu. Vinnsla þessi byggir á samningi. 

Að loknu viðskiptasambandi aðila eyðir Huppa tengiliða- og samskiptaupplýsingum við forsvarsmenn. 

 

2.4 Heimasíða og hafa samband 

Á vefsíðu Huppu eru vefkökur, annars vegar svokallaðar nauðsynlegar kökur sem verða að vera til staðar svo vefsíðan virki og hins vegar tölfræðikökur. Þessar kökur safna upplýsingum um IP tölu þína og tölfræðiupplýsingum um notkun á vefsíðunni. Notkun á þessum kökum byggir á lögmætum hagsmunum Huppu og tilgangurinn með notkun tölfræðikaka er að fylgjast með fjölda heimsókna á síðunni. Þessar upplýsingar eru varðveittar í allt að tvö ár. 

Ef þú setur þig í samband við okkur í gegnum vefsíðuna eða með því að senda okkur tölvupóst vinnum við með upplýsingar um nafnið þitt, ef þú velur að gefa það upp, netfang þitt og efni fyrirspurnar. 

Þegar Huppa hefur svarað fyrirspurn er samskiptasögu eytt. 

2. Myndavélavöktun í verslunum Huppu 

Í verslunum Huppu eru eftirlitsmyndavélar, við inn- og útganga og í verslunarrými. Á öllum stöðum þar sem myndavélavöktun fer fram má finna þar til gerðar merkingar. 

Myndavélavöktun þessi fer fram í öryggis- og eignavörsluskyni og vinnslan er byggð á lögmætum hagsmunum félagsins. Efni það sem safnast með notkun eftirlitsmyndavéla er að meginstefnu til að hámarki varðveitt í 90 daga. Ef grunur vaknar um refsiverða háttsemi er upptaka afhent lögreglu. Að öðrum kosti er efninu ekki miðlað til þriðja aðila nema heimild standi til þess í lögum.

3. Öryggi persónuupplýsinga og notkun vinnsluaðila 

Huppa leitast við að grípa til viðeigandi tæknilegra og skipulegra ráðstafana til að vernda persónuupplýsingar þær sem unnið er með, með sérstöku tilliti til eðlis þeirra. Dæmi um slíkar öryggisráðstafanir eru aðgangsstýringar að kerfum þar sem upplýsingar eru vistaðar. Þessum ráðstöfunum er ætlað að vernda persónuupplýsingar gegn því að þær glatist eða breytist fyrir slysni og gegn óleyfilegum aðgangi, afritun, notkun eða miðlun þeirra.

 

Í þeim tilvikum er Huppa notast við þriðja aðila til að vinna með persónuupplýsingar þær sem tilgreindar eru í stefnu þessari, s.s. til að hýsa upplýsingarnar, hefur Huppa gripið til viðeigandi ráðstafana og gengið frá vinnslusamningi við viðkomandi aðila. 

4. Réttindi hvað varðar þær persónuupplýsingar sem Huppa vinnur

Þú átt rétt á að fá aðgang og í ákveðnum tilvikum afrit af þeim persónuupplýsingum sem við vinnum um þig sem og upplýsingar um vinnsluna. 

Við ákveðnar aðstæður kannt þú jafnframt að hafa heimild til að óska eftir því að persónuupplýsingum um þig verði eytt eða að vinnsla þeirra verði takmörkuð. Þá átt þú rétt á að fá persónuupplýsingar þínar leiðréttar, séu þær rangar eða óáreiðanlegar. Auk þess kann að vera að þú eigir rétt á afriti af þeim upplýsingum sem þú hefur afhent okkur á tölvutæku formi, eða að við sendum þær beint til þriðja aðila. 

Þegar við vinnum persónuupplýsingar þínar á grundvelli lögmætra hagsmuna okkar getur þú andmælt þeirri vinnslu. Komi til þess að við vinnum með upplýsingar þínar á grundvelli samþykkis átt þú jafnframt alltaf rétt á að afturkalla slíkt samþykki. 

Ofangreind réttindi þín eru þó ekki fortakslaus. Þannig kunna lög eða reglugerðir að heimila eða skylda félagið til að hafna beiðni þinni um að nýta þér umrædd réttindi. 

Ef þú vilt nýta þér þessi réttindi, eða ef þú hefur einhverjar spurningar vegna persónuverndarstefnu þessarar eða það hvernig við vinnum með persónuupplýsingar þínar, vinsamlegast hafðu samband við okkur og við munum við að svara fyrirspurnum og leiðbeina þér um réttindi þín samkvæmt persónuverndarstefnu þessari.

Þú getur náð á okkur í síma 4196060 eða í gegnum netfangið isbudhuppu@isbudhuppu.is

 

Ef þú ert ósátt/ur við vinnslu félagsins á persónuupplýsingum getur þú sent erindi til Persónuverndar (www.personuvernd.is).

 

Persónuverndarstefna þessi var sett þann 16. ágúst 2021.