Huppa sjálf var mjólkurkú mikil frá bóndabæ ömmu og afa eins stofnanda. Fyrsta ísbúð Huppu opnaði dyrnar á fallegum sumardegi 24. júlí 2013 á Eyrarvegi 3 á Selfossi. Huppa leggur alla daga sérstaka áherslu á góðan ís, mikið úrval bragðarefa, gott verð, framúrskarandi þjónustu og góða stemningu.