Um okkur

Ísbúð Huppu er í eigu tveggja vinahjóna frá Selfossi, en Huppa sjálf var mjólkurkýr mikil frá bóndabæ ömmu og afa eins stofnanda. Fyrsta ísbúð Huppu opnaði dyrnar á fallegum sumardegi 24. júlí 2013 á Eyrarvegi 3, Selfossi. Eftir frábærar viðtökur og mikla eftirspurn var flutt yfir götuna á Eyrarveg 2 í stærra húsnæði þar sem Huppa dafnar vel í dag.

Ísbúð huppu eigendur google search for "ísbúð" "ís"

Sagan heldur áfram..

Ísbúð Huppu opnaði svo í Reykjavík þann 22. maí 2015 á hinum fornfræga ísstað Álfheimum 4. Viðtökur þar voru ótrúlegar og augljóst að Reykvíkingar voru meira en tilbúnir í Huppuís. Í byrjun árs 2016 fór Huppa að líta aftur í kringum sig á höfuðborgarsvæðinu og heillaðist af Grafarvoginum og það var þann 2. júní 2016 að Huppa opnaði sína þriðju ísbúð í Spönginni. Í febrúar 2018 kom Huppa sér svo fyrir á stjörnutorgi og opnaði fjórðu huppuna Kringlugestum til mikillar ánægju. í júníbyrjun 2018 ákvað huppa að fara aðeins út fyrir borgarmörkin aftur og fann sér góðan stað á Garðatorgi í Garðabæ þar sem hennar fimmta ísbúð hefur nú opnað.

Huppa er glöð og þakklát fyrir viðtökurnar á öllum þeim stöðum sem hún hefur komið sér fyrir á og mun áfram, sem fyrr, leggja áherslu á góðan ís, mikið úrval flottra bragðarefa, gott verð, farmúrskarandi þjónustu með frábæru starfsfólki og góða stemningu.

Takk fyrir að elska huppu!