Um okkur

Þegar við opnuðum fyrstu ísbúðina að Eyrarvegi 3 á Selfossi á fallegum sumardegi árið 2013 ákváðum við að nefna hana eftir henni Huppu, frábærri mjólkurkú á bóndabæ ömmu og afa í fjölskyldu okkar.

 

Ísbúð Huppu óx hratt og dafnaði svo vel að hún flutti fljótlega yfir götuna í stærra húsnæði á Eyrarveginum. Huppuísinn spurðist hratt út og varð svo vinsæll og eftirsóttur að Huppa ákvað að bregða sér í borgina og kom sér fyrir á fornfrægum ísbúðarstað í Álfheimum. Viðtökurnar voru ótrúlegar og það fór ekki milli mála að Reykvíkingar voru til í Huppuís.

Ísbúð huppu eigendur google search for "ísbúð" "ís"

Sagan heldur áfram..

Ævintýrið heldur áfram og nú er Huppa á fjölmörgum stöðum. Þar streymir einstakur Huppuísinn kaldur og góður alveg eins og hann gerði í fyrstu Ísbúð Huppu á Selfossi.

Huppa er kát og þakklát fyrir viðtökurnar hvar sem hún kemur. Hún ætlar að halda áfram að gera góðan ís, gómsæta bragðarefi og veita framúrskarandi þjónustu með sínu frábæru starfsfólki.

Takk fyrir að elska Huppu, Huppa elskar þig!