Samstörf

Ísbúð Huppu elskar skemmtileg samstörf og er nú í samstarfi við nokkur af skemmtilegustu hlaðvörpum landsins. Ef þú hefur áhuga á samstarfi þá ekki hika við að fylla út formið hér fyrir neðan og senda okkur línu.

Sætar syndir 

Í febrúar 2021 eru Sætar syndir og ísbúð huppu í ljúffengu samstarfi.  sætar syndir gerðu himneska köku sem er innblásin af vinsælasta huppuref fyrr og síðar, draumnum.  kakan fæst í öllum huppubúðum og í sætum syndum í kópavogi. Við settum svo saman sætar syndir huppuref sem allir ættu að smakka ! í honum eru karamellubitarnir frægu frá sætum syndum, hindber, fylltar lakkrísreimar, saltkaramellusósa og svo er hann toppaður með saltkaramellumakkarónu ! Gæti það verið betra ? 

 

Ernuland - Ísbúð Huppu Ernuland Ís

Ernuland

Ernuland er einna helst þekkt fyrir að fræða okkur á samfélagsmiðlum um líkamsvirðingu og hvetja okkur öll til að elska okkur eins og við erum. Erna hefur gefið út tvær bækur um sjálfsást og líkamsvirðingu sem notið
hafa mikilla vinsælda.

Huppa og Ernuland unnu saman að dásamlegum ís sem sló í gegn og Huppa
hvetur alla til að smakka þennan ljúffenga ísrétt. Huppu eða sveitaís í boxi – hjúpaður með dúnmjúkri hvítsúkkulaðidýfu – toppaður með rjóma og nóg af hokey pulver !

Ernuland - Ísbúð Huppu Ernuland Ís

Þarf alltaf að vera grín?

Ísbúð Huppu er stoltur styrktaraðili podcastsins Þarf alltaf að vera grínVinirnir og grínistarnir Tinna, Ingó og Tryggvi ræða í þættinum um allt á milli himins og jarðar á misalvarlegum nótum. Huppa hvetur alla til að
hlusta á þáttinn.

Tinna, Ingó og Tryggvi eru ís unnendur og sælkerar miklir, með ástríðu fyrir smáatriðum. Þau settu saman sína uppáhalds bragðarefi og eru þeir í sölu í Huppu, hver öðrum betri !

Þarf Alltaf Að Vera Grín podcast hlaðvarp Ísbúð Huppu
Logo ísbúð huppu transparent google search "ísbúð huppu"

Viltu koma í samstarf?